Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti

Geir H. Haarde í Ráðherrabústaðnum í dag.
Geir H. Haarde í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/RAX

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að óhjá­kvæmi­legt hafi verið að hækka stýri­vexti Seðlabank­ans til að veita viðspyrnu á gjald­eyr­is­markaði þegar hann opn­ast á ný og koma í veg fyr­ir út­streymi gjald­eyr­is úr land­inu.

Þetta kom fram á fundi Geirs með frétta­mönn­um í dag. Hann sagði, að mik­il­væg vís­bend­ing fæl­ist í þess­ari aðgerð til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og annarra seðlabanka.

Geir sagði að ekki væri hægt að segja, að hækk­un vaxta hefði verið skil­yrði gjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir lán­veit­ingu held­ur hefði verið lögð fram ákveðin áætl­un um aðgerðir í efna­hags­mál­um. Grund­vall­ar­atriði í henni væri að koma gjald­eyr­is­markaði af stað þannig að nýtt markaðsgengi mynd­ist fyr­ir krón­una, sem von­andi væri hærri en nú­ver­andi gengi.

Geir sagðist ekki vita til þess að viðbrögð hefðu komið frá Seðlabanka Evr­ópu og banda­ríska seðlan­bank­an­um en ís­lenski seðlabank­inn óskaði á föstu­dag form­lega eft­ir lána­fyr­ir­greiðslu hjá þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert