Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti

Geir H. Haarde í Ráðherrabústaðnum í dag.
Geir H. Haarde í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/RAX

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að óhjákvæmilegt hafi verið að hækka stýrivexti Seðlabankans til að veita viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði þegar hann opnast á ný og koma í veg fyrir útstreymi gjaldeyris úr landinu.

Þetta kom fram á fundi Geirs með fréttamönnum í dag. Hann sagði, að mikilvæg vísbending fælist í þessari aðgerð til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra seðlabanka.

Geir sagði að ekki væri hægt að segja, að hækkun vaxta hefði verið skilyrði gjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu heldur hefði verið lögð fram ákveðin áætlun um aðgerðir í efnahagsmálum. Grundvallaratriði í henni væri að koma gjaldeyrismarkaði af stað þannig að nýtt markaðsgengi myndist fyrir krónuna, sem vonandi væri hærri en núverandi gengi.

Geir sagðist ekki vita til þess að viðbrögð hefðu komið frá Seðlabanka Evrópu og bandaríska seðlanbankanum en íslenski seðlabankinn óskaði á föstudag formlega eftir lánafyrirgreiðslu hjá þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka