Pólverjar flykkjast heim

Lukas og Stanislaw legja af stað til Seyðisfjarða í síðustu …
Lukas og Stanislaw legja af stað til Seyðisfjarða í síðustu ferð Norrænu frá íslandi í ár. Ragnar Axelsson

Pólsku feðgarnir Lukasz og Stanislaw eru á förum frá Íslandi eftir að hafa starfað á Selfossi um þriggja ára skeið. Þeir lögðu af stað til Seyðisfjarðar í gær til að ná síðustu ferð Norrænu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Norrænu ferðaskrifstofunni í gær höfðu margir bókað far með ferjunni og var lítið pláss eftir fyrir bíla.

Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður og kona hans Angelika eru að gera fréttainnslag um landflutninga Pólverja héðan fyrir þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Þau ætla að fylgja þeim um borð í ferjuna. Sigurður sagði að mikill áhugi væri í Þýskalandi á því sem er að gerast hér og að fjallað hefði verið um það í þýskum fjölmiðlum. „Ég veit ekki hve margir Pólverjar eru á förum héðan en þeir eru gífurlega margir,“ sagði Sigurður. Hann sagði að margir Pólverjanna hefðu ekki getað fengið yfirfærða peninga sem þeir ættu hér. Sumir þeirra, líkt og fyrrnefndir feðgar, hefðu því gripið til þess ráðs að kaupa sér bíl sem þeir tækju með sér. Hugmyndin er svo að selja farkostinn heima.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert