Pólverjar flykkjast heim

Lukas og Stanislaw legja af stað til Seyðisfjarða í síðustu …
Lukas og Stanislaw legja af stað til Seyðisfjarða í síðustu ferð Norrænu frá íslandi í ár. Ragnar Axelsson

Pólsku feðgarn­ir Lukasz og Stan­islaw eru á för­um frá Íslandi eft­ir að hafa starfað á Sel­fossi um þriggja ára skeið. Þeir lögðu af stað til Seyðis­fjarðar í gær til að ná síðustu ferð Nor­rænu í kvöld. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Nor­rænu ferðaskrif­stof­unni í gær höfðu marg­ir bókað far með ferj­unni og var lítið pláss eft­ir fyr­ir bíla.

Sig­urður Gríms­son kvik­mynda­gerðarmaður og kona hans Ang­elika eru að gera fréttainnslag um land­flutn­inga Pól­verja héðan fyr­ir þýsku sjón­varps­stöðina ZDF. Þau ætla að fylgja þeim um borð í ferj­una. Sig­urður sagði að mik­ill áhugi væri í Þýskalandi á því sem er að ger­ast hér og að fjallað hefði verið um það í þýsk­um fjöl­miðlum. „Ég veit ekki hve marg­ir Pól­verj­ar eru á för­um héðan en þeir eru gíf­ur­lega marg­ir,“ sagði Sig­urður. Hann sagði að marg­ir Pól­verj­anna hefðu ekki getað fengið yf­ir­færða pen­inga sem þeir ættu hér. Sum­ir þeirra, líkt og fyrr­nefnd­ir feðgar, hefðu því gripið til þess ráðs að kaupa sér bíl sem þeir tækju með sér. Hug­mynd­in er svo að selja far­kost­inn heima.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert