Stjórnvöld hækki atvinnuleysisbætur

Farið er að gæta mikils samdráttar á íslenskum vinnumarkaði. Margir …
Farið er að gæta mikils samdráttar á íslenskum vinnumarkaði. Margir hafa misst vinnuna, ekki hvað síst í byggingariðnaði. mbl.is/ÞÖK

Fram­sýn- stétt­ar­fé­lag skor­ar á stjórn­völd að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur hið fyrsta til þess að koma til móts við þá ein­stak­linga sem þegar hafa misst vinn­una, og þann mikla fjölda sem býr við ótryggt at­vinnu­ör­yggi og gætu því staðið uppi at­vinnu­laus­ir á næstu vik­um og mánuðum. 

Þetta kem­ur fram í álytk­un sem var samþykkt  fundi stjórn­ar Fram­sýn­ar- stétt­ar­fé­lags Þing­ey­inga fyrr í dag.

Þar seg­ir enn­frem­ur:

„Í þeim miklu erfiðleik­um sem herja nú á efna­hags­líf þjóðar­inn­ar er ljóst að fjöl­marg­ir munu til viðbót­ar missa vinn­una vegna sam­drátt­ar og gjaldþrota.  Því er mik­il­vægt að at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði verði tryggðir fjár­mun­ir til að hækka grunn­atvinnu­leys­is­bæt­ur og  að tíma­bil tekju­tengdra at­vinnu­leys­is­bóta verði aukið til muna.  Með slík­um aðgerðum má draga úr því áfalli sem ein­stak­ling­ar ganga í gegn­um við at­vinnum­issi. 
Jafn­framt hvet­ur fé­lagið til þess að þjón­usta við at­vinnu­leit­end­ur og at­vinnu­rek­end­ur verði efld með aukn­um vinnu­markaðsaðgerðum.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert