Áform um ný störf í sprotafyrirtækjum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Til álita kem­ur, að  At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður taki upp sam­starf við Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök sprota­fyr­ir­tækja um að skapa hundrað ný störf í sprota­fyr­ir­tækj­um fyr­ir fólk sem misst hef­ur vinn­una. Þetta kom fram í máli Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, á Alþingi í dag.  

Ingi­björg Sól­rún sagði, að bjóða þurfi þeim sem missa vinn­una end­ur­mennt­un við hæfi sem geri þessa ein­stak­linga að eft­ir­sótt­um starfs­kröft­um í framtíðinni.  Þar gegni há­skól­arn­ir lyk­il­hlut­verki og sé mik­il­vægt að boðið verði upp á ný hag­nýt nám­skeið fyr­ir at­vinnu­lausa á allra næstu mánuðum.

Hún sagði að jafn­framt því að grípa til aðgerða sem bæta hag heim­il­anna þurfi rík­is­stjórn­in að beina sjón­um að um­hverfi fyr­ir­tækj­anna í land­inu og þar sé for­gangs­mál að tryggja gjald­eyrisviðskipti til og frá land­inu.

„En fleira þarf að koma til. Mörg góð en skuld­sett fyr­ir­tæki  munu ramba á barmi gjaldþrots ef ekk­ert verður að gert. Þessi fyr­ir­tæki, sem mörg hver eru með skuld­ir í er­lendri mynt, hafa orðið fyr­ir þung­um búsifj­um að und­an­förnu vegna geng­is­falls krón­unn­ar og hruns verðbréfa­markaðar.  Rík­is­valdið þarf að skoða hvort hægt sé að beita niður­færslu skulda hjá slík­um fyr­ir­tækj­um í því skyni að koma í veg fyr­ir frek­ari upp­sagn­ir, at­vinnu­leysi og tekjum­issi hjá heim­il­un­um í land­inu.  

Í því skyni verður hins veg­ar að gæta þess að fylgt verði al­menn­um og gegn­sæj­um regl­um sem byggi á jafn­ræði og sann­girni.  Þar get­um við ým­is­legt lært af frænd­um okk­ar Sví­um og Finn­um sem fóru í gegn­um fjár­málakrepp­ur fyr­ir nokkr­um árum," sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagði að Íslend­ing­ar verði að læra af reynsl­unni við upp­bygg­ingu nýs fjár­mála­kerf­is á Íslandi.  Nýtt banka­kerfi þurfi að byggja á gegn­sæi, fag­mennsku og gild­um eins og góðu viðskiptasiðferði í sam­skipt­um við ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Óhóf­leg launa­kjör æðstu stjórn­enda verða að heyra sög­unni til, sömu­leiðis him­in­há­ar starfs­loka­greiðslur og bón­us­greiðslur sem byggðar eru á skamm­tíma­gróða.  

„Við verðum að læra af reynsl­unni og þess vegna verðum við að viður­kenna að pen­inga­mála­stefn­an hef­ur gengið sér til húðar.  Ný pen­inga­mála­stefna á að byggja á stöðugum gjald­miðli og fag­legri yf­ir­stjórn Seðlabanka Íslands sem nýt­ur trausts jafnt hér heima sem er­lend­is," sagði Ingi­björg Sól­rún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert