Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína

Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari og Bogi Nils­son, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari, álíta sig ekki van­hæfa til að sinna frum­rann­sókn á starf­semi viðskipta­bank­anna þriggja, í aðdrag­and­an­um að falli þeirra.

Valtýr Sig­urðsson sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi að starf þeirra Boga nú fæl­ist í því að safna gögn­um. Hins veg­ar væri ekki verið að taka nein­ar skýrsl­ur af fólki, rann­sókn beind­ist ekki að nein­um ákveðnum og eng­inn hefði stöðu sak­born­ings. Kæmi til þess yrði það í hönd­um viðkom­andi yf­ir­valds, efna­hags­brota­deild­ar, skatta­yf­ir­valda eða annarra.

Son­ur Val­týs, Sig­urður, er for­stjóri Ex­ista. Son­ur Boga, Bern­h­ard, er fram­kvæmda­stjóri lög­fræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er út­rás­ar­fyr­ir­tæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni. Í októ­ber 2005 lýsti Bogi sig van­hæf­an til að stýra at­hug­un á gögn­um í Baugs­mál­inu, þar sem óhlut­drægni hans var dreg­in í efa. Það var vegna starfstengsla bróður hans og sona við ákærða end­ur­skoðend­ur hjá KPMG End­ur­skoðun hf., þar sem þeir störfuðu á þeim tíma.

„Ég held að hvergi sé hægt að finna nokk­urn mann [til að rann­saka þetta] sem er ekki í tengsl­um við ein­hvern sjóð, banka eða fyr­ir­tæki. Ég held það verði að stíga var­lega til jarðar áður en farið er að tala um van­hæfi á þessu stigi,“ sagði Valtýr. Hann minn­ir á að verið sé að vinna að því að fá óháða er­lenda aðila til að aðstoða við rann­sókn­ina. Aðspurður vísaði Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra á þá Valtý og Boga. Eng­um væru regl­ur um van­hæfi bet­ur kunn­ar en þeim. „...þeir eiga sjálf­ir síðasta orðið um hæfi sitt eða van­hæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni,“ sagði Björn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert