Banaslys rakin til hraðaksturs

Lögregla á Kringlumýrarbraut eftir slysið, sem þar varð.
Lögregla á Kringlumýrarbraut eftir slysið, sem þar varð. mbl.is/Júlíus

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn tveggja banaslysa í umferðinni sem urðu á þessu ári, öðru á Kringlumýrarbraut og hinu á Akranesi. Orsakir beggja slysa má rekja til hraðaksturs og vítaverðs aksturslags.

Í öðru slysinu, sem varð á Vesturgötu á Akranesi var bifreið ekið framúr annarri bifreið á miklum hraða. Ökumaður missti stjórn á henni og hafnaði á húsvegg. Farþegi í slysinu, 18 ára karlmaður, lést.

Í hinu slysinu sem varð á Kringlumýrarbraut við Listabraut fórst ökumaður bifhjóls, 23 ára karlmaður. Hann missti stjórn á ökutæki sínu á miklum hraða í kappakstri við annan ökumann.

Heimasíða Rannsóknarnefndar umferðarslysa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert