Banaslys rakin til hraðaksturs

Lögregla á Kringlumýrarbraut eftir slysið, sem þar varð.
Lögregla á Kringlumýrarbraut eftir slysið, sem þar varð. mbl.is/Júlíus

Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa hef­ur lokið rann­sókn tveggja bana­slysa í um­ferðinni sem urðu á þessu ári, öðru á Kringlu­mýr­ar­braut og hinu á Akra­nesi. Or­sak­ir beggja slysa má rekja til hraðakst­urs og víta­verðs akst­urslags.

Í öðru slys­inu, sem varð á Vest­ur­götu á Akra­nesi var bif­reið ekið framúr ann­arri bif­reið á mikl­um hraða. Ökumaður missti stjórn á henni og hafnaði á hús­vegg. Farþegi í slys­inu, 18 ára karl­maður, lést.

Í hinu slys­inu sem varð á Kringlu­mýr­ar­braut við Lista­braut fórst ökumaður bif­hjóls, 23 ára karl­maður. Hann missti stjórn á öku­tæki sínu á mikl­um hraða í kapp­akstri við ann­an öku­mann.

Heimasíða Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka