Efnahagur myndi hrynja

Geir H Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Geir H Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

   Geir H. Haarde forsætisráðherra segir í viðtali við The Times í dag að efnahagur Íslands myndi hrynja ef þjóðin yrði þvinguð til að greiða allar kröfur sem breska stjórnin segi Íslendinga ábyrga fyrir vegna Icesave-reikninganna. Blaðið segir ríkin deila um túlkun á ákvæðum EES-samninganna um ríkisábyrgð á innstæðum banka sem fara í þrot.

,,Ég ætla ekki að bera þetta saman við Versalasamningana en skuldabyrðin af slíkri lausn yrði skelfileg," segir Geir. ,,Þetta er hrikaleg tala. Menn verða að reikna sjálfir út hvort það væri gerlegt [að Íslendingar borguðu alla fjárhæðina]".

Hann bætir við að samningar um slíka lausn myndu aldrei hljóta samþykki á Alþingi. Íslendingar muni augljóslega greiða einhvern hluta innistæðnanna en spurningin sé hve stóran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka