Fermingarfræðsla og skírnir gjaldfrjálsar 2010

Gjaldtaka fyrir fermingarfræðslu og skírnir fellur niður 1. janúar 2010 samkvæmt tillögu sem liggur fyrir Kirkjuþingi. Samþykkt Kirkjuþings frá í fyrra gerði ráð fyrir að gjaldtökunni yrði hætt um næstu áramót.

Tillagan er lögð fram með tilliti til þess að unnið er að nýju frumvarpi til Þjóðkirkjulaga sem vonir eru bundar við að lagt verði fyrir það Alþingi sem nú situr. Þar kemur m.a. fram að kirkjuþing skuli framvegis setja gjaldskrá um aukaverk presta og að lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra verði felld úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert