Tuttugu prósentum fleiri Bretar sóttu Ísland heim frá 1. september til 13. október en komu hingað á sama tíma í fyrra. Allt í allt komu 8.748 Bretar hingað á tímabilinu, en þeir voru 7.315 árið 2007.
Alls heimsóttu um 58 þúsund erlendir ferðamenn Ísland heim frá septemberbyrjun. Það eru um fimmtán prósentum fleiri en gerðu slíkt fyrir ári.
Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsstjóri Ferðamálastofu Íslands, sagði í samtali við ferðavefinn www.travelweekly.co.uk að það væri mikið ánægjuefni að fleiri breskir ferðamenn heimsæktu landið. Hún teldi hagstæð gjaldeyrisskipti gera það að verkum að ferðapeningar bresku ferðamannanna dygðu nú mun betur en oft áður. thordur@mbl.is