FME skoðar innherjaviðskipti í bönkunum

Fjármálaefirlitið skoðar hvort innherjarviðskipti hafi átt sér stað í aðdraganda falls bankanna. Það á einnig við um viðskipti starfsmanna ráðuneyta sem geta búið yfir innherjaupplýsingum. Þetta segir Íris Björk Hreinsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, FME.

Íris svarar því ekki hvort viðskipti Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, séu í rannsókn. Eftirlitið svari ekki til um einstök mál. Baldur seldi hlut sinn í Landsbanka hálfum mánuði eftir að hann sat fund með Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í byrjun september.

Baldur segir í tölvupósti að hann hafi ekki nýtt sér innherjaupplýsingar. Hann hafi tekið ákvörðun um að selja hlutabréf sín í Landsbankanum eftir að birst höfðu fréttir í íslenskum blöðum um erfiða stöðu bankans, meðal annars vegna fyrirsjáanlegra stórra útlánatapa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert