FME skoðar tryggingafélögin

Þrjú stærstu tryggingafélögin eru nú til nákvæmrar skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, vegna þess að ekki þykir tryggt að bótasjóðir félaganna standi jafntraustum fótum og forstjórar félaganna sögðu að þeir gerðu hér í Morgunblaðinu sl. mánudag. Sömu heimildir herma að umtalsverða fjármuni vanti í bótasjóðina, sem eiga að nema um 48 milljörðum króna.

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, var í gær spurður um þá skoðun sem nú fer fram á starfsemi tryggingafélaganna hjá FME. „Það er ekki annað en eðlilegt þegar fjármálamarkaður verður fyrir jafnmiklu áfalli og nú að FME sé í nánu samstarfi við okkur. Mikilvægt er að til séu nægar eignir í bótasjóðum og undirliggjandi rekstur í vátryggingafélögum sé góður. Við höfum ávallt verið í góðu samstarfi við FME og teljum mjög eðlilegt að eftirlitið sé eflt enn frekar á tímum sem þessum,“ sagði Þór.

Hann sagði jafnframt að staða vátryggingafélaga réðist af gæðum eigna á móti tjónaskuld og afkomu í vátryggingastarfseminni. „Við teljum að félagið eigi ágætar eignir á móti tjónaskuld. Við erum einnig dótturfélag sænska fjármála- og tryggingafyrirtækisins Moderna í Svíþjóð en það félag stendur traustum fótum. Við erum þess vegna með góðan bakhjarl.“ Ekki náðist í forstjóra TM og VÍS í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka