Fólk hamstrar vín fyrir hækkun

Búist er við að áfengi er hækki mikið á laugardag vegna gengisþróunar og viðskiptavinir ÁTVR eru farnir að hamstra áfengi og jafnvel kaupa inn til hátíðanna. Sigmar Reynisson vínráðgjafi hjá Vínbúðinni Heiðrúnu segir fólk kaupa áberandi meira magn en áður og sumir séu farnir að gera jólainnkaupin.

Samkvæmt upplýsingum frá Lýðheilsustöð hefur kreppa í efnahagslífi  yfirleitt þau áhrif að fólk drekkur minna að meðaltali.  Hinsvegar geta ofdrykkjuvandamál aukist hjá þeim sem eru veikir fyrir vegna atvinnuleysis og áfalla.

Sigmar Reynisson segir fólk kaupa ódýrara vín en áður og þeir sem áður hafi verslað gott vín fyrir um 2000 krónur haldi sig nú við tólf hundruð krónu mörkin.

Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri sunnlenska brugghússins í Ölvisholti í Flóa segir brugghúsið hafa tekið þá stefnu að hækka ekki verðið og veita þar með birtu og yl í kreppuna. Framleiðsla brugghússins á Móra og Skjálfta er í dýrari kantinum núna en gæti orðið með þeim ódýrari eftir laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka