Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks

Frá landsfundi VG. Flokkurinn nýtur nú næst mest fylgis af …
Frá landsfundi VG. Flokkurinn nýtur nú næst mest fylgis af stjórnmálaflokkunum. mbl.is/ÞÖK

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs mæl­ist nú meira en fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup. Hef­ur fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins ekki mælst minna í 15 ár.  46% segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina og er þetta í fyrsta skipti á kjör­tíma­bil­inu sem stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist und­ir 50%.

Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar 31,3%, en var 33% í könn­un Gallup fyr­ir mánuði. Fylgi VG mæl­ist nú 27,3% en var  22% í síðustu könn­un og 14% í þing­kosn­ing­um á síðasta ári. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist nú 26,2% en var 31% í sept­em­ber, fylgi Fram­sókn­ar­flokks er nú 10,4%, sama og  síðast og fylgi Frjáls­lynda flokks­ins er 3,3%. Íslands­hreyf­ing­in mæl­ist með 1% fylgi.

Ef þetta væri niðurstaða kosn­inga fengi Sam­fylk­ing 21 þing­mann, VG 18, Sjálf­stæðis­flokk­ur 17 og Fram­sókn­ar­flokk­ur 7. Frjáls­lynd­ir næðu ekki manni á þing.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks er mun meira í röðum karla (31%) en kvenna (21%).  Mun fleiri kon­ur (36%) styðja hins veg­ar Sam­fylk­ingu en karl­ar (27%). Það sama er að segja um VG sem nýt­ur 31% fylg­is meðal kvenna og 24% meðal karla. Þá segj­ast 12% karla styðja Fram­sókn­ar­flokk en 9% kvenna.

Úrtakið í könn­un­inni var 6000 manns en könn­un­in var gerð dag­ana 29. sept­em­ber, dag­inn sem stjórn­völd til­kynntu að þrír fjórðu hlut­ar Glitn­is yrðu tekn­ir í rík­is­eigu, til 26. októ­ber. Svar­hlut­fall var 66%  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert