Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi, eftir fundi með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í byrjun vikunnar, að góðar líkur séu á að Norðurlöndin myndu veita Íslendingum lánafyrirgreiðslu.
Þá þakkaði hann Færeyingum sérstaklega fyrir það drengskaparbragð að bjóða Íslendingum gjaldeyrislán.
Geir sagðist hafa í gærkvöldi rætt við aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefði tjáð sér að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að samningur við Ísland yrði staðfestur á næsta fundi stjórnar sjóðsins í byrjun næstu viku.