Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur

Vinnu­mála­stofn­un mun á morg­un opna fyr­ir ra­f­ræna um­sókn um at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Unnið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi þess síðustu vik­ur. Verður vef­g­átt­in sett upp til reynslu á morg­un og er von­ast til að hún kom­ist í fulla virkni strax í næstu viku.

Um­sækj­end­ur um at­vinnu­leys­is­bæt­ur geta þar með skráð sig á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar en þurfa eft­ir sem áður að afla nauðsyn­legra vott­orða og fylgi­gagna, skila þeim inn á næstu þjón­ustu­skrif­stofu inn­an 14 daga og skrifa und­ir um­sókn­ina til að hún verði tek­in til af­greiðslu.

Stofn­un­in seg­ir, að von­ast sé til að þetta auðveldi ferlið fyr­ir um­sækj­end­ur og minnki jafn­framt álag á starfs­fólk í mót­töku hjá Vinnu­mála­stofn­un nú á tím­um vax­andi at­vinnu­leys­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert