Segir Árna hafa lofað að heimsækja Guernsey

Lyndon Trott, for­sæt­is­ráðherra Ermar­sunds­eyj­ar­inn­ar Gu­erns­ey, sagðist í dag hafa hitt Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, í Hels­inki á þriðju­dag og fengið hjá hon­um farsíma­núm­er og lof­orð um að hann myndi heim­sækja Gu­erns­ey á næst­unni.

Mik­il óvissa rík­ir meðal íbúa á eyj­unni, sem áttu inni­stæður á reikn­ing­um Lands­bank­ans. Þegar bresk stjórn­völd lýstu því yfir að þau myndu ábyrgj­ast inni­stæðurn­ar að fullu náði það ekki til íbúa eyj­anna Gu­ersney, Jers­ey og Man­ar, sem eru bresk sjálf­stjórn­ar­svæði.

Bæði Trott og fjár­mála­eft­ir­lit Gu­erns­ey hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða trygg­ing­ar Íslend­ing­ar veiti reikn­ingseig­end­um.

Trott var í Hels­inki til að skrifa und­ir samn­inga um upp­lýs­inga­skipti á sviði skatta­mála við öll Norður­lönd­in, þar á meðal Ísland.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert