Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF, á blaðamannafundi í Washington.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF, á blaðamannafundi í Washington. Reuters

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) mun að öllum líkindum fjalla um samkomulag íslenska ríkisins og sendinefndar sjóðsins miðvikudaginn 5. nóvember. Daginn eftir mun stjórnin fjalla um samkomulag, sem gert var við Ungverjaland. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Washington í dag.

Ísland og IMF gerðu sl. föstudag samkomulag um að Ísland fái 2,1 milljarðs dala lán frá sjóðum. Staðfesti stjórn sjóðsins samkomulagið verður Ísland fyrsta vestræna ríkið sem fær slíka fjárhagsaðstoð frá því Bretar leituðu til IMF árið 1976. 

Þegar stjórn IMF hefur staðfest samkomulagið mun sjóðurinn láta Íslandi í té 830 milljónir dala sem notaðir verða til að koma gjaldeyrismarkaði hér aftur af stað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert