Þarf að tala skýrt við fólkið

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

Það verður að fara að koma eitt­hvað fast í hendi um að rík­is­stjórn­in ætli að standa með fólk­inu í land­inu og með at­vinnu­líf­inu, sagði Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, í umræðum um efna­hags­mál á Alþingi.

Guðjón lagði áherslu á að þjóðin þyrfti að fá skýr svör um í hvað stefni og skoraði á for­ystu­menn að leita allra leiða til að forðast fjölda­gjaldþrot. Hver fjöl­skyld­an á fæt­ur ann­arri stæði frammi fyr­ir því að eign­ir þeirra séu upp­urn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert