Þarf að tala skýrt við fólkið

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

Það verður að fara að koma eitthvað fast í hendi um að ríkisstjórnin ætli að standa með fólkinu í landinu og með atvinnulífinu, sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um efnahagsmál á Alþingi.

Guðjón lagði áherslu á að þjóðin þyrfti að fá skýr svör um í hvað stefni og skoraði á forystumenn að leita allra leiða til að forðast fjöldagjaldþrot. Hver fjölskyldan á fætur annarri stæði frammi fyrir því að eignir þeirra séu uppurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert