Verkatakafyrirtækið Klæðning hefur sagt upp rúmlega 50 starfsmönnum sínum, samkvæmt upplýsingum frá Eflingu, stéttarfélagi. Tilkynningar um uppsagnir hafa hrúgast inn á skrifstofur stéttarfélaganna síðustu daga og þar er nánast engin atvinnugrein undanskilin.
Meðal fyrirtækja sem neyðast til að grípa til uppsagna um þessi mánaðamót eru Klæðning, sem segir upp rúmlega 50 manns og Bananar.
Oftar en ekki eru um varúðarráðstafanir að ræða en hjá verktökum, stórum og smáum er verkefnastaðan einfaldlega þannig að ekki er um annað að ræða, markaðurinn er helfrosinn.