Vegagerðin býður út

Vegagerðin stefnir að því að bjóða út á næstunni nokkur stór verk, sem vinna skal á næstu tveimur til þremur árum. Þá verða boðin út nokkur smærri verk, sem framkvæma skal á næsta ári.

Fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, að næsta stórverkefni verði tenging Norðausturvegar um Vesturárdal til Vopnafjarðar. Þetta verður 39 km langur vegur með tengingum. Verkið hefur þegar verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Verklok eru áætluð 2011.

Önnur stór verkefni, sem áformað er að auglýsa á næstu vikum, eru Vestfjarðavegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð, sem er 15 km langur kafli, og hringvegur í Skriðdal fyrir ofan Egilsstaði. Sá vegarkafli liggur frá Litla-Sandfelli að Haugá og er 11 km langur. Að auki þarf að brúa þrjár ár á þessum kafla. Nú er malarvegur á þessum kafla í Skriðdal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert