Þessa stundina er verið að segja upp öllu starfsfólki Skjás eins, um 45 manns. Þar af er um að ræða eru tæplega 40 fastráðna starfsmenn en aðrir eru verktakar.
Þrátt fyrir þetta verða útsendingar Skjás eins með vanalegu sniðu á næstunni, því engar uppsagnir taka gildi strax. Að sögn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra Skjásins ehf. verður á næstu dögum og vikum róinn lífróður til að bjarga stöðinni til að hindra að hún þurfi að loka.
„Ég vona að það takist og uppsagnirnar þar með þurfi ekki að taka gildi," segir hún. „Eins og staðan er núna er það óljós, en það er mikill baráttuhugur hér innanhúss. Við erum alls ekki að loka stöðinni, en hins vegar munum við gera það ef aðstæður breytast ekki til hins betra." Segir Sigríður Margrét að fari svo að stöðinni verði lokað, muni það gerast í fyrir áramót.