60 sagt upp hjá Ris ehf.

Bygg­inga­fyr­ir­tækið Ris ehf. sagði í dag upp sex­tíu starfs­mönn­um vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Álíka mörg­um var sagt upp hjá Ístaki, að sögn Útvarps­ins. 

„Við þurf­um að grípa til upp­sagna. Flest­ir þeirra sem missa vinn­una áttu að fara í verk­efni á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar en við get­um ekki beðið með þetta leng­ur, því miður,“ seg­ir Magnús Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Ris. Enn eru um 140 starfs­menn hjá Ris.

Flest­ir starfs­menn eru með um þriggja mánaða upp­sagna­frest en nokkr­ir með fjög­urra mánaða frest, að sögn Magnús­ar.

Fyr­ir­sjá­an­legt er að verk­efni í bygg­ing­ariðnaði verði fá á næstu miss­er­um vegna mik­ils sam­drátt­ar. Mörg fyr­ir­tæki í bygg­ing­ariðnaði hafa verið að segja upp starfs­mönn­um, sum hver öll­um sín­um starfs­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert