Adolf formaður LÍÚ

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ mbl.is

Ad­olf Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gull­bergs ehf. á Seyðis­firði, var kjör­inn formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna á 69. aðal­fundi sam­tak­anna sem lauk í dag. Ad­olf tek­ur við for­mennsku af Björgólfi Jó­hanns­syni sem verið hef­ur formaður LÍÚ síðastliðin fimm ár.


Ad­olf Guðmunds­son er fædd­ur í Reykja­vík 1954. Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíð 1974 og lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands árið 1982. Um tíma var hann full­trúi sýslu­manns­ins á Seyðis­firði en lengst af að námi loknu hef­ur hann unnið hjá Gull­bergi ehf. á Seyðis­firði eða frá 1. októ­ber 1982. Hann var jafn­framt fram­kvæmda­stjóri Fisk­vinnsl­unn­ar hf. á Seyðis­firði frá 1985 til 1989. Stjórn­ar­formaður frysti­húss­ins Brimbergs ehf. hef­ur hann verið frá 2003. Ad­olf öðlaðist rétt­indi til mál­flutn­ings árið 1999.

Ad­olf hef­ur gegnt ýms­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um. Hann var formaður Ung­menna- og íþrótta­sam­bands Aust­ur­lands 1983 til 1987. Í stjórn At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Aust­ur­lands og formaður þess árið 1990. Í stjórn vaxt­ar­samn­ings Aust­ur­lands og kjör­ræðismaður Þýska­lands hef­ur hann verið frá 1995. Hann er formaður Útvegs­manna­fé­lags Aust­ur­lands og hef­ur átt sæti í stjórn Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna frá 2005. 
Sam­býl­is­kona Ad­olfs er Theo­dóra Ólafs­dótt­ir. Þau eiga tvö börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert