Alcan á Íslandi hf. greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjanesi, samkvæmt álagningarskrá skattstjórans í umdæminu. Fyrirtækið greiðir 1.456.634.761 krónur í opinber gjöld.
Alls nemur álagning á félög og aðra lögaðila tæpum 17,6 milljörðum króna og hækkaði um 36,7% milli ára. Tekjuskattur hækkaði um 49,2% og tryggingagjald um 10,2%.
Fyrirtækin, sem greiða hæstu gjöld í Reykjanesumdæmi eru þessi:
- Alcan á Íslandi 1.456.634.761 króna
- Grindavíkurkaupstaður 406.022.344 krónur
- Reykjanesbær 376.449.843 krónur
- Kópavogsbær 305.029.461 krónur
- Hafnarfjarðarkaupstaður 281.296.533 krónur
- Sandgerðisbær 253.386.207 krónur
- Sveitarfélagið Garður 232.944.548 krónur
- Þorbjörn 228.550.580
- Hitaveita Suðurnesja 226.840.007 krónur
- Íslenskir aðalverktakar 173.083.271 króna
- Nesbyggð 162.325.147 krónur
- Nesfiskur 149.264.892 krónur
- Sveitarfélagið Vogar 146.034.006 krónur
- Norvik 145.443.930 krónur
- N1 144.670.872 krónur
- Byko 139.902.711 krónur
- Flugfélagið Atlanta 135.880.316 krónur
- Marel Food Systems 134.680.322 krónur
- Samkaup 127.667.564 krónur
- Stálskip 108.313.570 krónur
- Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli, 105.593.837 krónur
- Garðabær 101.984.794 krónur.