Anarkisti í Reykjavík

Einu sinni var pönk. Og þá var til afskaplega reiður maður sem Johnny Rotten sem vildi vera anarkisti. Einu sinni var líka góðæri á Íslandi og þá varð til nýstárleg útsetning af laginu Anarchy in the UK. Bæði pönkið og góðærið heyra nú sögunni til en ekki Kokteilkvartett Jakobs Smára sem hefur vakið athygli fyrir nýjar og ferskar útsetningar á fleiri gömlum pönk og nýbylgjulögum.

Þegar MBL Sjónvarp hitti hljómsveitina í gærkvöldi var hún að spila á Prikinu snemma kvölds. Jakob Smári sagðist ekki eiga von á því að rómurinn í laginu færi að harðna þrátt fyrir kreppuna. Menn hefðu gott af því að gíra sig aðeins niður. Jakob Smári reyndi að vera pönkari á sínum yngri árin og útilokar ekki að það verði til sérstök elliheimilisútgáfa af laginu þegar hann verði kominn á aldur. Þá ætlar að hann að bæta við harmonikku.

Kokteilkvartettinn skipa Lára Rúnarsdóttir söngkona  Pétur Hallgrímsson sem spilar á gítar, Arnar Gíslason leikur á trommur og syngur og Jakob Smári spilar á basssa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert