Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld en í fórum hans fundust ætluð fíkniefni. Hann hafði einnig talsvert af peningum meðferðis en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.
Í framhaldinu var farið í húsleit á heimili mannsins og þar fannst meira af fíkniefnum. Lagt var hald á þau og haglabyssu, sem þar fannst. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa selt fíkniefni.
Annar karlmaður, einnig á þrítugsaldri, var stöðvaður í miðborginni í gær. Sá var með marijúana í fórum sínum og viðurkenndi hann líka að hafa selt fíkniefni.