Fíkniefnasali handtekinn

Karl­maður á þrítugs­aldri var hand­tek­inn í miðborg Reykja­vík­ur í gær­kvöld en í fór­um hans fund­ust ætluð fíkni­efni. Hann hafði einnig tals­vert af pen­ing­um meðferðis en grun­ur leik­ur á að þeir séu til­komn­ir vegna fíkni­efna­sölu.

Í fram­hald­inu var farið í hús­leit á heim­ili manns­ins og þar fannst meira af fíkni­efn­um. Lagt var hald á þau og hagla­byssu, sem þar fannst. Við yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu viður­kenndi maður­inn að hafa selt fíkni­efni.

Ann­ar karl­maður, einnig á þrítugs­aldri, var stöðvaður í miðborg­inni í gær. Sá var með marijú­ana í fór­um sín­um og viður­kenndi hann líka að hafa selt  fíkni­efni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert