Fótspor Ingólfs við Alþingi

Fornleifagröfturinn er á 2.000 fm svæði vestan við Alþingishúsið þar …
Fornleifagröfturinn er á 2.000 fm svæði vestan við Alþingishúsið þar sem var elsta byggð í Reykjavík Kristinn Ingvarsson

Upp­gröft­ur forn­leifa­fræðinga á Alþing­is­reitn­um í Reykja­vík hef­ur leitt í ljós öfl­ugt iðnaðarsvæði fyr­ir um 100 manna sam­fé­lag frá land­náms­tíma. M.a. hef­ur fund­ist í fyrsta skipti 10 metra lang­ur viðar­stíg­ur sem upp­greftr­ar­fólk hef­ur gant­ast með sín á milli að geymi fót­spor Ing­ólfs Arn­ar­son­ar.

„Við erum búin að vera al­veg á út­opnu í nokkra daga,“ seg­ir Vala Garðars­dótt­ir upp­graft­ar­stjóri aðspurð hvort þetta sé ekki spenn­andi fund­ur fyr­ir forn­leifa­fræðinga. „Við höf­um aldrei fundið svona gamla strúkt­úra því að skál­inn er í raun­inni aðeins eldri en land­náms­skál­inn. Þetta er frá fyrstu tíð þannig að sum­ir sem voru að skoða þarna í dag hrópuðu að þarna væru bara fót­spor Ing­ólfs á viðar­stígn­um.“ Leif­arn­ar liggja rétt ofan á land­námslag­inu og hef­ur eng­in jarðmynd­un átt sér stað á milli.

Allt sem fund­ist hef­ur á svæðinu bend­ir til að þar hafi verið blóm­legt iðnaðarsvæði með fram­leiðslu um­fram þörf ábú­enda, s.s. til vöru­skipta. Þar hef­ur verð veg­leg kola­gröf, járn­bræðslu­ofn og varn­ar­vegg­ur auk áður­nefnds viðar­stígs sem Vala tel­ur að hafi verið lagður til að halda svæðinu snyrti­legu.

„Þetta er fyrsti viðar­stíg­ur­inn sem við finn­um frá þess­um tíma, ég hef aldrei grafið upp svona áður og það merki­leg­asta er að viður­inn er mjög heill.“ Það skýrist að sögn Völu af varðveislu­skil­yrðum jarðvegs­ins vegna mik­ils raka og súr­efn­is­leys­is.

Heilt þorp á blóm­legu iðnaðarsvæði

Ýmis­kon­ar iðnaður hef­ur verið á svæðinu, þar hef­ur t.d. viður verið kolaður og járn fram­leitt úr mýrarrauða sem smíðað var úr axir, sigðir, ljá­ir og sverð. Ýmsir mun­ir hafa fund­ist á svæðinu, s.s. fiskis­leggj­ur og brýni auk eld­færa. Á Alþing­is­reitn­um virðist því hafa verið blóm­legt at­vinnu­líf og gisk­ar Vala á að um sam­fé­lagið í kring hafi talið um 100 manns. „Það er gam­an að sjá þetta svona og maður ímynd­ar sér að þarna hafi verið heilt þorp í kring þar sem menn hafi stundað sinn iðnað.“

Vala seg­ir lík­lega enga til­vilj­un að byggðinni hafi verið val­inn staður þarna, þar sem allt sé við hönd­ina. „Oft hef­ur verið undr­ast á því að menn hafi byggt bæ þarna í hlíðinni af því þar var mikið vot­lendi. En þarna er stutt í all­an efnivið, bæði stutt að sækja í sjó­inn og landið þar sem var gott bygg­ing­ar­torf og mýrarrauði. Svo var skóg­ur­in allt um kring þar sem fékkst birki til að kola viðinn.“

Upp­greftri verður haldið áfram á svæðinu í all­an vet­ur og fram á næsta haust og von­ast vís­inda­menn til að finna ýms­ar fleiri minj­ar frá þess­ari elstu byggð Reykja­vík­ur. Forn­leifa­nefnd hef­ur það nú til skoðunar hvernig varðveita megi fund­ina á svæðinu og seg­ir Vala að tvennt sé í stöðunni, ann­ars hvort að varðveita svæðið í óbreyttri mynd að skrá það eins vel og hægt sé og gera af því eft­ir­mynd ann­ars staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka