Framtíðarhópur Samfylkingar hefur störf

Dagur B. Eggertsson er formaður framtíðarhópsins.
Dagur B. Eggertsson er formaður framtíðarhópsins. mbl.is/Golli

Samfylkingin ýtir um helgina úr vör starfi framtíðarhóps undir forystu sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar.  Haldnir verða opnir borgarafundir í Iðnó í Reykjavík og á Hótel KEA á Akureyri á sunnudaginn þar sem vinnan hefst með umræðu um verkefni dagsins og aðkallandi framtíðarsýn. 

Umræða á vegum framtíðarhópsins verður skipt í alls níu málasvið en jafnframt mun hópurinn standa fyrir sérstökum fundum til að draga fram helstu áskoranir og lausnir gagnvart viðfangsefnum dagsins.

Starf framtíðarhópsins verður leitt af sveitarstjórnarráði Samfylkingarinnar: Degi B. Eggertssyni, Reykjavík sem er formaður þess, Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra Árborgar, Aðalbirni Björnssyni, Vopnafirði, Soffíu Vagnsdóttur, Bolungarvík, Sigrúnu Stefánsdóttur, Akureyri og Guðmundi Rúnari Árnasyni, Hafnafirði.

Við undirbúning stefnumótunarinnar verður Samfylkingarfólk um land allt virkjað og leitt af forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum auk þess sem unnið verður í samráði við félagasamtök, hagsmuna- og grasrótarsamtök, sérfræðinga og íbúa. Stefnt er að því að starfið verði eins aðgengilegt og kostur er í gegnum vefinn www.samfylking.is auk opinna funda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert