Greitt úr Peningamarkaðssjóði Kaupþings

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.

Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi Peningamarkaðssjóði fá í dag greitt úr sjóðnum. Upphæðin nemu 85,3% af eignum sjóðsins miðað við 3. október sl. Upphæðin verður lögð inn á vörslureikning hvers hlutdeildarskírteinishafa í Nýja Kaupþingi.

Fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi að ákveðið hafi verið að slíta sjóðnum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði og tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu. Slit sjóðsins miðast við 19. nóvember.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert