Hefði þurft að breyta lögum

Breyta hefði þurft lögum um Seðlabanka Íslands áður en síðasta stýrivaxtahækkun var ákveðin. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, þingmanns Framsóknar, á Alþingi í dag og vísaði hún til þess að tekin hefði verið ákvörðun um stýrivaxtahækkun að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bankinn væri því varla sjálfstæður lengur eins og hann á að vera samkvæmt lögum.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist hins vegar ekki telja að til lagabreytinga hefði þurft að koma. Seðlabankinn hefði verið aðili að samningsviðræðunum og tekið þess ákvörðun sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert