Ingibjörg Sólrún fer í aðgerð í dag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra mbl.is/Golli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fer í dag í aðgerð vegna meins í fjórða heilavökvahólfi. Aðgerðin fer fram á Landspítala.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Ingibjörg Sólrún kemur til starfa að nýju en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er aðgerðin nú mun minni heldur en sú sem hún fór í þann 29. september sl. á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York. 

Ingibjörg Sólrún kom til landsins á ný fyrir tveimur vikum síðan og hefur frá þeim tíma verið að hluta í vinnu en fer nú í veikindaleyfi á ný um tíma. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, verður starfandi utanríkisráðherra þar til Ingibjörg Sólrún kemur til starfa á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert