Íslensku fjórburarnir tvítugir

Fyrir tuttugu árum fæddust ekki bara eitt, heldur fjögur lítil stelpukríli í Mosfellsbænum. Systurnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín fagna tuttugu ára afmæli sínu á morgun en þrátt fyrir að vera fjórburar segja þær fjarri því að þær séu eins.

Þær hafa líka valið sér ólíkar leiðir í lífinu hin síðustu ár. Eftir tíu ár í sama bekk í grunnskóla ákváðu þær að fara í hvern sinn framhaldsskóla og sömuleiðis hafa þær valið ólíkar leiðir eftir það.

Deginum á morgun verður að sjálfsögðu fagnað með stæl, enda ekki á hverjum degi sem kornungar konur halda upp á áttatíu ára afmæli sitt.
Nánar verður rætt við þær systur í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka