Íslensku fjórburarnir tvítugir

00:00
00:00

Fyr­ir tutt­ugu árum fædd­ust ekki bara eitt, held­ur fjög­ur lít­il stelpukríli í Mos­fells­bæn­um. Syst­urn­ar Al­ex­andra, Bryn­hild­ur, Diljá og Elín fagna tutt­ugu ára af­mæli sínu á morg­un en þrátt fyr­ir að vera fjór­bur­ar segja þær fjarri því að þær séu eins.

Þær hafa líka valið sér ólík­ar leiðir í líf­inu hin síðustu ár. Eft­ir tíu ár í sama bekk í grunn­skóla ákváðu þær að fara í hvern sinn fram­halds­skóla og sömu­leiðis hafa þær valið ólík­ar leiðir eft­ir það.

Deg­in­um á morg­un verður að sjálf­sögðu fagnað með stæl, enda ekki á hverj­um degi sem korn­ung­ar kon­ur halda upp á átta­tíu ára af­mæli sitt.
Nán­ar verður rætt við þær syst­ur í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert