Telur 2-3 ára fangelsi hæfilegt

Verjendur í málinu í réttarsal í gær.
Verjendur í málinu í réttarsal í gær. mbl.is/Valdís

„Það þarf að senda skýr skilaboð um að slík háttsemi sé ekki liðin hér á landi,“ sagði Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara þegar hún í málflutningsræðu sinni í gær fjallaði um hvaða refsingu þeir ættu skilið, mennirnir fjórir sem sakaðir eru um hrottalega líkamsárás í Keilufelli í mars á þessu ári.

Þeir eru ákærðir fyrir að ráðast, ásamt fleirum, að sjö Pólverjum sem þar voru búsettir með bareflum. Kolbrún taldi að þeir ættu að lágmarki að fá 2-3 ára dóm.

Aðalmeðferð málsins lauk í gær. Kolbrún sagði að næg sönnunargögn, m.a. blóð í fötum árásarmannanna, sýndu fram á sekt þeirra og að framburður þeirra um sakleysi eða minnisleysi, nema hvort tveggja væri, væri ekki trúverðugur. Þá væri ekki hægt að ætlast til þess að fórnarlömbin gætu í öllum tilvikum þekkt eða nafngreint árásarmennina enda hefði árásin verið án fyrirvara og þeir sem fyrir henni urðu hefðu átt fullt í fangi við að víkja sér undan höggum. Mennirnir hefðu framið árásina í sameiningu og bæru sameiginlega refsiábyrgð.

Málið horfði allt öðruvísi við verjendunum sem kröfðust sýknu enda hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á sekt hinna ákærðu. Þótt blóð úr fórnarlömbunum hefði fundist á fatnaði allra ákærðu sannaði það ekki sekt því blóðið hefði getað borist í fatnaðinn þegar þeir rákust utan í árásarmenn. Enginn sönnun væri fyrir aðild þeirra að árásinni.

Góð skáldsaga

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir þyngstu sakirnar, sagði að svo virtist sem saksóknari hefði „samið mjög góða skáldsögu“ til að tengja skjólstæðing sinn við málið. Þá hefðu fórnarlömbin í málinu sammælst um að koma sem mestum sökum á hann. Engin sönnun væri fyrir sekt hans og því bæri að sýkna.
Í hnotskurn
» Hinir ákærðu, fjórir pólskir karlmenn, segjast allir saklausir af árásinni í Keilufelli.
» Vitnum ber ekki fyllilega saman en ljóst má vera að a.m.k. 8-10 manns tóku þátt í árásinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert