Landsbankinn hækkar vexti

mbl.is/hag

Landsbankinn hækkar vexti óverðtryggðra útlána á morgun um 6 prósentustig. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 6,3 prósentustig. Vextir verðtryggðra inn- og útlána haldast óbreyttir.

Seðlabankinn tilkynnti í vikunni um hækkun stýrivaxta úr 12% í 18%.  Í framhaldi af því hefur Landsbankinn ákveðið að breyta óverðtryggðum vöxtum til samræmis við breytingar Seðlabankans.  Vextir óverðtryggðra útlána hækka um allt að 6 prósentustig en vextir yfirdráttarlána námsmanna og greiðsluþjónustureikningar hækka þó einungis um 3 prósentustig, segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Vextir óverðtryggðra innlána hækka almennt meira, eða um allt að 6,3 prósentustig, og á það meðal annars við um Vaxtareikning Landsbankans.
Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun, 1.nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka