Landsbankinn hækkar vexti

mbl.is/hag

Lands­bank­inn hækk­ar vexti óverðtryggðra út­lána á morg­un um 6 pró­sentu­stig. Vext­ir óverðtryggðra inn­lána hækka um allt að 6,3 pró­sentu­stig. Vext­ir verðtryggðra inn- og út­lána hald­ast óbreytt­ir.

Seðlabank­inn til­kynnti í vik­unni um hækk­un stýri­vaxta úr 12% í 18%.  Í fram­haldi af því hef­ur Lands­bank­inn ákveðið að breyta óverðtryggðum vöxt­um til sam­ræm­is við breyt­ing­ar Seðlabank­ans.  Vext­ir óverðtryggðra út­lána hækka um allt að 6 pró­sentu­stig en vext­ir yf­ir­drátt­ar­lána náms­manna og greiðsluþjón­ust­u­r­eikn­ing­ar hækka þó ein­ung­is um 3 pró­sentu­stig, seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.

Vext­ir óverðtryggðra inn­lána hækka al­mennt meira, eða um allt að 6,3 pró­sentu­stig, og á það meðal ann­ars við um Vaxta­reikn­ing Lands­bank­ans.
Vaxta­breyt­ing­in tek­ur gildi á morg­un, 1.nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert