Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti á fundi sínum í gær að beina þeim tilmælum til banka og sparisjóða að leita leiða til að hækka skammtímalán til námsmanna erlendis í samræmi við hækkun á gengi erlendra gjaldmiðla.

Sjóðurinn segir að námsmenn erlendis hafi margir samið um yfirdráttarlán í íslenskum krónum hjá bönkum og sparisjóðum út á lánsáætlun LÍN í erlendri mynt vegna náms skólaárið 2008-2009. Almennt megi gera ráð fyrir að yfirdráttarsamningur lánþega hafi verið miðaður við gengi útreikningsmyntar LÍN þegar samningurinn var gerður. Í ljósi mikillar lækkunar á gengi íslensku krónunnar hafa samtök námsmanna erlendis, SÍNE, óskað eftir því að LÍN athugi hvort bankarnir séu reiðubúnir til að koma til móts við námsmenn með því að hækka yfirdráttarheimild þeirra til samræmis við hækkun á væntanlegu námsláni.

Vekur stjórn LÍN athygli á því, að bankar og sparisjóðir hafi á undanförnum misserum í vaxandi mæli boðið námsmönnum erlendis yfirdráttarlán í erlendri mynt. Með þeim hætti hafi allri óvissu vegna gengisþróunar á ráðstöfunarfé til framfærslu verið eytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert