Möguleiki á landflótta?

Tæp­ur þriðjung­ur fólks hef­ur hug­leitt að flytja til út­landa vegna efna­hags­ástands­ins á Íslandi. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum könn­un­ar sem Capacent Gallup fram­kvæmdi fyr­ir Morg­un­blaðið 27.-29. októ­ber síðastliðinn. Þar kem­ur fram að rétt ríf­lega helm­ing­ur svar­enda á aldr­in­um 18-24 ára svaraði spurn­ing­unni ját­andi, en hlut­fallið fór lækk­andi með hærri aldri fólks. Mun fleiri karl­ar höfðu hug­leitt að flytja úr landi vegna efna­hags­ástands­ins en kon­ur, þ.e. 39,3% á móti 25,4% kvenna.

Fólk úr einka­geir­an­um lík­legra

Einnig hækkaði hlut­fall þeirra sem höfðu íhugað brott­flutn­ing í réttu hlut­falli við mennt­un­arstig fólks. Hæst var hlut­fallið meðal há­skóla­menntaðra, 34,8%, en lægst hjá þeim sem höfðu grunn­skóla­próf, 26,4%. Útkom­an var óljós­ari þegar greint var eft­ir fjöl­skyldu­stærð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka