Möguleiki á landflótta?

Tæpur þriðjungur fólks hefur hugleitt að flytja til útlanda vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Morgunblaðið 27.-29. október síðastliðinn. Þar kemur fram að rétt ríflega helmingur svarenda á aldrinum 18-24 ára svaraði spurningunni játandi, en hlutfallið fór lækkandi með hærri aldri fólks. Mun fleiri karlar höfðu hugleitt að flytja úr landi vegna efnahagsástandsins en konur, þ.e. 39,3% á móti 25,4% kvenna.

Fólk úr einkageiranum líklegra

Einnig hækkaði hlutfall þeirra sem höfðu íhugað brottflutning í réttu hlutfalli við menntunarstig fólks. Hæst var hlutfallið meðal háskólamenntaðra, 34,8%, en lægst hjá þeim sem höfðu grunnskólapróf, 26,4%. Útkoman var óljósari þegar greint var eftir fjölskyldustærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka