Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknarflokks vildi vita hvort Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun eftir að stjórnvöld og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn létu bankann hækka stýrivexti í átján prósent. Hún vildi vita hvort ekki hefði þurft að breyta lögum um Seðlabankann fyrst.
Forsætisráðherra sagði að samkomulagið við IMF hefði verið bundið trúnaði en þar væri gert ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika í vaxtastigi. Seðlabankinn hefði verið aðili að samkomulaginu og því teldi hann ekki að til lagabreytinga hefði þurft að koma.
Valgerður velti einnig fyrir sér hvort Seðlabankinn hefði brotið trúnað með því að birta þann hluta samkomulagsins við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sneri að vaxtalækkuninni.
Valgerður Sverrisdóttir sagði að í Seðlabankanum sæti maður sem léti ekki berja á sér og svaraði fullum hálsi. Það væri náttúrulega óþolandi og nauðsynlegt að gera breytingar í Seðlabankanum.