Seðlabankinn í mínus

00:00
00:00

Seðlabank­inn hef­ur tapað allt að 150 millj­örðum á veðlánaþjón­ustu Seðlabank­ans það sem af er ár­inu.

For­sæt­is­ráðherra seg­ir end­an­lega tölu ekki liggja fyr­ir en þetta sé meðal ann­ars vegna þess að fyrr á þessu ári hafi verið gerðar þær kröf­ur til bank­ans að hann veitti viðskipta­bönk­un­um aukna fyr­ir­greiðslu um lausa­fé. Nú sé komið á dag­inn að þau veð sem lágu til grund­vall­ar þess­um lán­um eru verðminni en áður var talið. Eigið fé bank­ans er um níu­tíu millj­arðar. Helgi Hjörv­ar þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagðist ekki ætla að gagn­rýna þá trú­mennsku sem ráðherr­ann sýndi seðlabanka­stjór­an­um en það væri óhjá­kvæmi­legt að stjórn bank­ans axlaði ábyrgð við aðstæður sem þess­ar, ekki vegna  þess að þar væru vond­ir menn, held­ur vegna þess að mis­tök hefðu verið gerð.  Nán­ar um umræðuna í MBL Sjón­varpi eft­ir stutta stund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka