Segir fyrirtæki misnota launalækkun

Gylfi Arinbjörnsson.
Gylfi Arinbjörnsson.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að dæmi væru um að fyr­ir­tæki mis­noti sér dökk­ar horf­ur í efna­hags­lífi og lækki laun starfs­manna sinna þótt fyr­ir­tækið sjái ekki fram á fjár­hags­örðug­leika.

Gylfi bað þau fyr­ir­tæki, sem þurfa að grípa til launa­lækk­un­ar, að hlífa þeim lægst launuðu. Hann sagði starfs­fólk fyr­ir­tækja yf­ir­leitt reiðubúið að leggja sitt af mörg­um til að kom­ist verði hjá upp­sögn­um. En stjórn­end­ur fyr­ir­tækja verði að fara að með gát. Þegar starfs­hlut­fall sé lækkað eigi vinn­an að minnka sem því nem­ur. Starfs­fólk í 80% starfs­hlut­falli eigi því að mæta fjóra daga í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert