Sena kaupir Skífuna

mbl.is/G.Rúnar

Sena hf. keypti í dag Skífuna ehf. af Árdegi. Skífan rekur þrjár verslanir, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, á Laugavegi og í Kringlunni. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Sena ehf. er m.a. útgefandi og dreifingaraðili á tónlist, kvikmyndum og tölvuleikjum.
 
„Þessi sala er sérstaklega ánægjuleg” segir Sverrir Berg Steinarsson eigandi Árdegis, í tilkynningu „þar sem nú fer í hönd aðal sölutímabil afþreyingar. Það var mikilvægt að okkar mati að tryggja framtíð Skífunnar á þessum mjög svo erfiðu tímum."

Árdegi átti einnig Merlin verslunarkeðjuna í Danmörku, sem fékk greiðslustöðvun um síðustu helgi og verslanir Merlin hafa síðan verið seldar.

Sena er stærsti dreifingaraðili og útgefandi íslenskrar tónlistar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka