Síld og fiskur segir upp fólki í Borgarnesi

Síld og fisk­ur sagði í dag upp sex af ell­efu starfs­mönn­um kjötvinn­unn­ar í Borg­ar­nesi. Gunn­ar Þór Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Sundag­arða, seg­ir við Skessu­horn, að þess­ar upp­sagn­ir ekki tengj­ast efna­hagsþreng­ing­um og séu því ekki af sama meiði og flest­ar aðrar upp­sagn­ir í þjóðfé­lag­inu um þess­ar mund­ir.

„Það eru nýir yf­ir­menn að taka við verk­stjórn á staðnum og vilj­um við gefa þeim frjáls­ar hend­ur með að ákv­arða um manna­hald í vinnsl­unni. Því er ekki ómögu­legt að ein­verj­um þeirra sem nú var sagt upp störf­um bjóðist að halda áfram hjá fyr­ir­tæk­inu,” er haft eft­ir Gunn­ari Þór.

Auk úr­bein­ing­ar fyr­ir Síld og fisk er starf­semi Sal­at­húss­ins einnig í sama húsi í Borg­ar­nesi, en Sundag­arðar ehf., móður­fyr­ir­tæk­is þess­ara fé­laga, keypti Borg­ar­nes kjötvör­ur um síðustu ára­mót.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert