Síld og fiskur segir upp fólki í Borgarnesi

Síld og fiskur sagði í dag upp sex af ellefu starfsmönnum kjötvinnunnar í Borgarnesi. Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Sundagarða, segir við Skessuhorn, að þessar uppsagnir ekki tengjast efnahagsþrengingum og séu því ekki af sama meiði og flestar aðrar uppsagnir í þjóðfélaginu um þessar mundir.

„Það eru nýir yfirmenn að taka við verkstjórn á staðnum og viljum við gefa þeim frjálsar hendur með að ákvarða um mannahald í vinnslunni. Því er ekki ómögulegt að einverjum þeirra sem nú var sagt upp störfum bjóðist að halda áfram hjá fyrirtækinu,” er haft eftir Gunnari Þór.

Auk úrbeiningar fyrir Síld og fisk er starfsemi Salathússins einnig í sama húsi í Borgarnesi, en Sundagarðar ehf., móðurfyrirtækis þessara félaga, keypti Borgarnes kjötvörur um síðustu áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert