Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, um að skipa starfshóp til að fjalla um þá alvarlegu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í.
Fjölmiðlafyrirtækin Árvakur, Skjárinn og 365 miðlar hafa allir sagt upp starfsmönnum nú fyrir mánaðamótin og vísa meðal annars. til hruns í auglýsingatekjum vegna samdráttar í atvinnulífinu.
Ekki er búið að skipa starfshópinn en lögð er áhersla á að hann skili tillögum innan nokkurra vikna.