Stjórn Seðlabankans víki

Þar sem tug-, jafnvel hundruð milljónir króna hafa tapast í viðskiptum Seðlabankans er óhjákvæmilegt að bankastjórn hans axli ábyrgð og víki. Þetta kom fram í máli Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingar, og vildi hann svör frá Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Geir gaf hins vegar lítið út á það en lagði áherslu á að Seðlabankinn væri ekki kominn í þrot eins og aðrir bankar. Ríkið myndi þurfa að leggja honum til nýtt eigið fé og Alþingi þyrfti að koma þar að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert