Telja RÚV þurfa að fara út af auglýsingamarkaði

„Það er ekki hægt að keppa við einn aðila, sem fær 3.000 milljónir í forgjöf umfram aðra, án takmarkana. RÚV verður að fara út af auglýsingamarkaði ef aðrir fjölmiðlar eiga að lifa í þessu árferði,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, sem sagði í gær upp öllum starfsmönnum sínum, 45 talsins.

Sigríður Margrét segir Skjáinn einnig þurfa að semja við birgja að nýju, til þess að tryggja tilverugrundvöll sinn.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir það löngu orðið ljóst að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði valdi einkareknum fjölmiðlum skaða. „Það er alveg ljóst að þátttaka RÚV veldur öðrum fjölmiðlum skaða, sérstaklega nú þegar á móti blæs. Það eru allir sammála um það sem þekkja til að RÚV hefur gengið harðar fram í samkeppni við einkafyrirtæki um auglýsingar á undanförnum árum en áður. Meðal annars hefur sjálft áramótaskaupið verið brotið upp með auglýsingahléi svo eitthvað sé nefnt, og almenningur tekur eftir þessu. Við sjáum fjölmörg dæmi um undirboð RÚV og óeðlilega viðskiptahætti í tengslum við auglýsingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert