Þriggja ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 33 ára gamlan karlmann, Már Ívar Henrysson, í þriggja ára fangelsi fyrir nokkur brot gegn valdstjórninni, fjölda þjófnaða og annarra hegningarlagabrota, umferðarlagabrota, auk brota gegn lögum um ávana og fíkniefni.

Már Ívar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í ágúst. Hann var m.a. fundinn sekur um að hafa sparkað í sköflung lögreglumanns við bílasölu í maí á síðasta ári, sparkað í tvo lögreglumenn sem voru að flytja hann í fangaklefa í september 2007 og hóta þeim líkamsmeiðingum, bitið lögreglumann í vísifingur í mars á þessu ári og hrækt í andlit lögreglumanns í apríl á þessu ári.

Maðurinn á að baki brotaferil frá árinu 1995. Í málinu nú var hann  sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni í 5 skipti,  þjófnað í 13 skipti og var þýfið í eitt skiptið metið á 4,5 milljónir króna. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika í tvígang og eignaspjöll, nytjastuld, í fimm skipti akstur bifreiðar undir áhrifum ávana- og fíkniefna og í þrígang sviptur ökurétti.

„Brotahrina ákærða var löng. Hefur hann sýnt einbeittan brotavilja og af fremsta megni reynt að hylja slóð sína... Að því er brot gegn valdstjórninni varðar beitti ákærði ekki sérstaklega ofbeldisfullum árásum á lögreglumenn, en háttsemi hans var fremur lævísleg. Á ákærði sér þær einu málsbætur að hann hefur játað brot sín," segir m.a. í dómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert