Þriggja ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 33 ára gaml­an karl­mann, Már Ívar Henrys­son, í þriggja ára fang­elsi fyr­ir nokk­ur brot gegn vald­stjórn­inni, fjölda þjófnaða og annarra hegn­ing­ar­laga­brota, um­ferðarlaga­brota, auk brota gegn lög­um um áv­ana og fíkni­efni.

Már Ívar hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í ág­úst. Hann var m.a. fund­inn sek­ur um að hafa sparkað í sköfl­ung lög­reglu­manns við bíla­sölu í maí á síðasta ári, sparkað í tvo lög­reglu­menn sem voru að flytja hann í fanga­klefa í sept­em­ber 2007 og hóta þeim lík­ams­meiðing­um, bitið lög­reglu­mann í vísi­fing­ur í mars á þessu ári og hrækt í and­lit lög­reglu­manns í apríl á þessu ári.

Maður­inn á að baki brota­fer­il frá ár­inu 1995. Í mál­inu nú var hann  sak­felld­ur fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni í 5 skipti,  þjófnað í 13 skipti og var þýfið í eitt skiptið metið á 4,5 millj­ón­ir króna. Hann var sak­felld­ur fyr­ir til­raun til fjár­svika í tvígang og eigna­spjöll, nytjastuld, í fimm skipti akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna og í þrígang svipt­ur öku­rétti.

„Brota­hrina ákærða var löng. Hef­ur hann sýnt ein­beitt­an brota­vilja og af fremsta megni reynt að hylja slóð sína... Að því er brot gegn vald­stjórn­inni varðar beitti ákærði ekki sér­stak­lega of­beld­is­full­um árás­um á lög­reglu­menn, en hátt­semi hans var frem­ur lævís­leg. Á ákærði sér þær einu máls­bæt­ur að hann hef­ur játað brot sín," seg­ir m.a. í dómn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert