Útgerðir töpuðu á gengisvörnum

Geir H. Haarde á aðalfundi LÍÚ í dag.
Geir H. Haarde á aðalfundi LÍÚ í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á aðal­fundi Lands­sam­bands ís­lenskra út­gerðarmanna í dag, að tap út­gerðarfé­laga vegna fram­virkra samn­inga, sem þau hefðu gert til að tryggja sig gegn geng­is­sveifl­um stæði nú í 25-30 millj­örðum króna.

Sagði Geir að staðan væri misslæm eft­ir fé­lög­um en þetta væri mál sem þurfi að leysa og verið sé að ræða mögu­leg­ar lausn­ir milli bank­anna, út­gerðarfé­laga og rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Geir sagði, að sjáv­ar­út­veg­ur­inn myndi gegna lyk­il­hlut­verki í þeirri upp­bygg­ingu, sem nú væri framund­an. Hann sagði einnig, að á síðustu vik­um hefðu heyrst há­vær­ar radd­ir um að nota ætti tæki­færið þegar bank­arn­ir væru komn­ir und­ir ríkið, og gjald­fella lán, sem væru með veð í veiðiheim­ild­um, innkalla síðan veiðiheim­ild­irn­ar og út­hluta þeim aft­ur. Geir sagði að það væri full­kom­lega óá­byrgt að halda þessu fram og kæmi ekki til greina.

Einnig væri ljóst, að þeir sem urðu fyr­ir barðinu á niður­skurði afla­heim­ilda í fyrra  myndu njóta þess þegar veiðiheim­ild­ar yrðu aukn­ar á ný og ekki kæmi  til greina að út­hluta eft­ir öðrum regl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka