Verðlækkun hjá Atlantsolíu

Atlantsolía við Skúlagötu
Atlantsolía við Skúlagötu

Atlantsolía lækkar verð á bensíni um 2 krónur lítrinn og á dísil um 1 krónu. Þannig verður algengasta verð á bensíni 155,20 krónur lítrinn og á dísil 175,90 krónur lítrinn. Í upphafi mánaðarins kostaði bensínlítrinn 176,10 og hefur því lækkað um tæpa 21 krónu. Dísil lítrinn kostaði á sama tíma 197,90 og hefur því lækkað um 22 krónur, samkvæmt tilkynningu frá Atlantsolíu.

Eldsneytisverð er lægst hjá Orkunni í Hafnarfirði og Kópavogi en þar kostar  bensínlítrinn 153,10 krónur. Lítrinn á dísil kostar á þessum stöðvum Orkunnar 172,80 krónur, samkvæmt vefnum gsmbensin.is.

Algengt verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 158,90 krónur en á lítranum af dísil 178,60 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert