Vilja áframhaldandi hvalveiðar

Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn
Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn mbl.is/ÞÖK

Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), leggur áherslu á að veiðum á hrefnu og langreyði í atvinnuskyni verði haldið áfram.

Í ályktun fundar LÍÚ sem lauk í dag segir að stofnstærð hrefnu og langreyðar sé nú talin nálægt upprunalegri stærð. Sjálfbærar veiðar í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar muni ekki ganga um of á þessa stofna að mati vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ráðið sjálft hafi ennfremur úrskurðað að hvalveiðar Íslendinga séu fyllilega löglegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert