Yfir 71 þúsund undirskriftir

Ein af myndunum sem prýðir vefinn indefence.is.
Ein af myndunum sem prýðir vefinn indefence.is.

Undirskriftir á vefsíðunni indefence.is eru nú komnar yfir 71 þúsund en síðan hefur verið opin í rúma viku. Undirskriftunum er safnað til að mótmæla ósanngjarnri meðferð breskra stjórnvalda á íslenskum almenningi.

Í vikunni var einnig opnað símaver í gamla Morgunblaðshúsinu að Aðalstræti  þar sem fólk getur komið til að hringja frítt í vini og kunningja erlendis. Þar var einnig sett upp ljósmyndasýning, sem sýnir myndir af íslenskum „hryðjuverkamönnum“. 

Indefence.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert