Líkt og tvo undanfarna laugardaga hefur verið efnt til mótmæla í dag í miðbænum undir slagorðinu Nýir tímar. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 14.00 og þaðan gengið á Austurvöll. Þar er stefnt að því hefja dagskrá með ýmsum ræðumönnum um þrjúleytið.
Fjöldi manna hefur unnið að undirbúningi göngunnar og eru aðstandendur hennar bjartsýnir um að fjölmenni muni mæta.
Veðurspáin á höfuðborgarsvæðinu upp úr hádegi í dag er ágæt. Reiknað er með suðvestangolu og að hitinn verði um fimm gráður á Celsíus.